Elín Reed sem tekur þátt í 100 km Hlaupinu Lappland Ultra, 2006, sem fram fer 30. júní hafði þetta fram að færa rúmum þremur vikum fyrir HLAUP:

 

 

1.Hvernig eru síðustu vikum fyrir hlaup háttað? Þegar þrjár vikur eru til stefnu, þá fer km ört fækkandi. Næst síðast vikan verður róleg, sennilega 40 -50 km. Síðasta vikan verður afslöppun, 20 – 25 km, bara rétt til að liðka sig.

2. Hvernig er andleg innstilling? Hún er góð, enda búin að vera dugleg að æfa og er sannfærð um að ég er vel undirbúin fyrir hlaupið. Áætlunin hefur ekki staðist 100%, enda var hún einungis stett upp sem viðmið.
Ég hef ekki fundið fyrir neinum meiðslum, enda passaði ég mig á því að hvíla vel eftir lengstu æfingarnar og hikaði ekki við að sleppa æfingu, þegar ég var þreytt.

3. Annað. Upphafleg plön hafa ekkert breyst, ég ætla ekki að keppa við klukkuna, heldur einungis að njóta þess að hlaupa mitt fyrsta 100 km hlaup. Ég geri mér samt grein fyrir því að þetta verður ekkert auðvelt, enda á það ekki að vera það. – Það verður etv farið með öðru hugarfari næst!