Ellert Sigurðsson, sem tekur þátt í
100 km Hlaupinu Lappland Ultra, 2006, sem fram fer 30. júní, tjáir sig um
gang mála tveimur vikum fyrir HLAUP.
1. Hvernig er síðustu vikum fyrir hlaup
háttað? Þegar ég svara þessu eru aðeins tvær vikur til hlaups og ég
er byrjaður að hvíla, hef hlaupið ca. 50 km þessa vikuna og næsta verður ca.
30-40km og síðasta vikan bara smá til að komast hjá stífleika.
2. Hvernig er andleg innstilling?
Hún er mjög góð,enda búinn að vera að æfa með alveg frábæru fólki og fá alveg
frábæran stuðning frá konu og börnum. Ég hef reynt að standast áætlanir nokkurn
veginn, og er sannfærður um að ég sé í góðu formi fyrir þetta hlaup.
3. Annað.
Það er alveg frábært að vera ómeiddur ennþá. En svo getur allt klikkað í
hlaupinu. Ég hef þá áætlun að fara þetta hlaup rólega og hafa gaman af og læra á
þessa 100 km. Allir eru að spyrja "á hvaða tíma?",.. hvað er tími? Er lífið þess
virði að flýta sér að lifa því?! Í janúar þegar hlaupafélagi minn hafði á orði
við mig að koma með í 100 km sagði ég ”þú ert klikkaður” , en hvað nú? Ég
er á leið í 100 km og ég geri mér grein fyrir því að það verður ekki auðvelt.