Fréttatilkynning…hlaupum blátt áfram !

 

Boot Camp áheitahlaup

8 júlí - 100km hlaup frá Hellu til Reykjavíkur

 

Félagarnir Arnaldur Birgir Konráðsson, Evert Víglundsson og Róbert Traustason ætla að leggja af stað á miðnætti aðfaranótt laugardagsins 8 júli. Áætlaður tími hlaupsins er undir 18 klst. ÞAÐ VERÐUR AÐ VERA LJÓST AÐ HVER OG EINN MAÐUR HLEYPUR 100KM.

 

“Ástæða þess að við völdum Blátt Áfram er sú að málefninu þarf nauðsynlega að tryggja umræðu um ókomna tíð. Málefnið hefur hreinlega verið of lengi í svefni og því komin tími á að opna umræðuna. Þetta er málefni sem snertir alla þjóðina.”

 

Fyrir ári síðan hjóluðum við yfir hálendið, eða rúma 410 kílómetra. Þar söfnuðum við um 1 milljón króna fyrir unga stúlku sem var á leið til Svíþjóðar í beinmergsskipti.

 

Við sjáum þetta fyrir okkur á eftirfarandi hátt;

 

# Við fáum fjölmiðla í lið með okkur og verðum áberandi í öllum fjölmiðlum, blöðum, útvarpi, sjónvarpi og tímaritum. 

# Fólk kaupir bol og safnar áheitum fyrir sig eða þá sem hlaupa í bolnum.

# Við erum að safna fyrir nýrri auglýsingaherferð í haust.

 

Actavis er bakhjarl hlaupsins og hefur styrkt okkur rausnarlega til að vera eins sýnileg og þarf þennan dag. Bolirnir verða því merktir Actavis. Við erum með nokkra staði þar sem við hvetjum fólk til að safnast saman og hvetja strákana áfram og jafnvel hlaupa með þeim. Selfoss, Litla Kaffistofan, Húsgagnahöllin og svo loks Reykjavíkurhöfn þar sem hlaupið endar.

Á öllum þessum stöðum verður hressing fyrir áhorfendur og við munum sleppa upp blöðrum bláum og orange merktum Actavis og Blátt Áfram. Hressing verður í formi appelsína, bláum powerade, orange djús og vatn.

 

Reykjavíkurhöfn er endapunktur þar verður tekið á móti okkur með hljómsveitum og þar geta fjölmiðlar og aðstandendur verið samankomnir. Stefnt er á að vera þar um 14:00 þar sem hljómsveitir spila nokkur lög.