Anna Sigríður Sigurjónsdóttir og Christine Buchholz tóku þátt í 100 km hlaupinu "Madrid - Segovia por el
Camino de Santiago"
(http://www.madrid-segovia.com) 2. - 3. október 2010:

 

 

Frásögn af vef Grindavíkur, október, 2010:

"Frábær árangur hjá Önnu Sigríði og Christine
 
Tvær grindvískar hlaupakonur, Christine Buchholz og Anna Sigríður Sigurjónsdóttir
náðu frábærum árangri í ofurmaraþonhlaupi á Spáni sem fram fór síðasta laugardag.
Vegalengdin sem þær hlupu er hvorki meira né minna en 100 km og tókst þeim báðum að
klára hlaupið sem er mikið afrek út af fyrir sig.  Christine hljóp vegalengdina á
fjórtán og hálfri klukkustund og Anna Sigríður á tæpri sextán og hálfri.
Hlaupið nefnist Madrid-Segovia hlaupið en hlaupið er á milli samnefndra borga. Að
sögn Pálma Ingólfssonar, eiginmanns Christine, voru þær líklega á meðal tíu efstu í
kvennaflokki sem sýnir hversu góður árangur þetta er. Þær eru hressar og ánægðar og
líður vel í skrokknum þrátt fyrir átökin enda búnar að undirbúa sig af kostgæfni.
Einhverjar blöðrur eru á fótunum eins og gengur.
Eins og áður segir er afrek Christine og Önnu Sigríður einstakt því þær hlutu
tæplega tvö og hálft maraþon. Allt þarf að ganga upp. Til að setja þetta í samhengi
þá eru þær núna orðnar meðlimir í félagi 100 km hlaupara á Íslandi. Þeir eru núna
aðeins 30 og þar af aðeins tvær aðrar konur aðrar konur, Bryndís Baldursdóttir og
Elín Reed.
Anna Sigríður og Kristín fóru hálfum mánuði fyrr til Spánar til þess að venjast
aðstæðum og hitanum og það virðist hafa gefið góða raun. Þær nutu dyggrar aðstoðar
Sólveigar M. Jónsdóttur á Spáni. Afrek Önnu Sigríðar er ekki síður ótrúlegt í ljósi
þess að á síðasta ári barðist hún við krabbamein."