Fréttatilkynning:

 

 

Fyrsta konan í Félagi 100 km hlaupara á Íslandi.

 

Þriðjudaginn, 15. ágúst fór fram formleg inntaka fjögurra nýrra meðlima í  “Félag 100 km hlaupar á Íslandi”

(sjá: http://www.hi.is/~agust/hlaup/100km/f100km150806/f100km150806.htm ).  Þetta voru langhlaupararanir Elín Reed, Pétur Frantzson, Gunnar Richter og Ellert Sigurðsson sem öll hlupu 100 km keppnishlaup í Lapplandi í Svíþjóðí 30. júní síðastliðinn. Auk þess sem Elín er fyrsta íslenska konan sem hleypur þessa vegalengd gerði hún sér lítið fyrir og vann kvennaflokk hlaupsins. Elín er  fyrsti kvenmeðlimur Félags 100 km hlaupara á Íslandi.

Félag 100 km hlaupara á Íslandi var stofnað í september fyrir tæpum tveimur árum. Tilgangur félagsins er að efla samstöðu meðal langhlaupara á Íslandi sem fást við ofurmaraþon í "flokki lengri vegalengda", þ.e.  100 km og lengri sem og að stuðla að vaxandi þátttöku í slíkum hlaupum. Gildir meðlimir í félaginu eru allir þeir Íslendingar sem lokið hafa  þátttöku í viðurkenndu, opinberu 100 km keppnishlaupi, eða lengra hlaupi. Aðild íslendinga að slíkum  keppnishlaupum hófst fyrst árið 1998, en hefur farið ört vaxandi á síðustu árum samfara auknum áhuga á langhlaupum á borð við maraþonhlaup (42.2 km) og  Laugavegshlaupið (55 km) hérlendis. Nú telur félagið 11 meðlimi og von er á fleiri á næstu vikum.

Félagið heldur úti vefsíðu (http://www.hi.is/~agust/hlaup/100km/100kmIsl.htm ) þar sem greint er frá  þátttöku íslendinga í ofurmaraþonum sem og ýmsum öðrum ofurþrautum bæði í máli og myndum. Þar er einnig  að finna ýmsan annan viðeigandi fróðleik.

 

Ágúst Kvaran,
16.08.06