Þingvallavatnshlaup 2006

-var þreytt laugardaginn 29. apríl 2006. Í því tóku þátt
Halldór Guðmundsson. Pétur Frantzson, Elín Reed, Ellert Sigurðsson, Gunnar Ricther og
Gunnlaugur Júlíusson. Elín er fyrsta konan sem lýkur Þingvallavatnshlaupinu.
Um leið og lagt var af stað frá Nesjavöllum fór að rigna og gekk á
með verulegri rigningu og allhvössum stórum skúrum þar til komið var langleiðina að
Írafossstöðinni eða í um 55 km. Tvö síðustu árin hefur verið hlaupið upp í Bolabás
eða samtals um 5 km frá veginum við þjónustumiðstöðina á Þingvöllum og kringum stöng
undan umferðarmerki sem er þar á snúningsplani til að ná yfir 70 km. Með þessari
viðbót er hlaupið 71 km. Hlaupið var í nokkrum meðvindi frá Nesjavöllum og upp að
Þingvöllum en þá var vindurinn í fangið næstu 25 kílómetra niður að Írafossi.
Kristján úr Laugaskokki og Eiður Aðalgeirsson óku með hópnum allan hringinn. Þeir
veittu hlaupurunum gríðarlega aðstoð á leiðinni frá Þingvöllum og niður að Írafossi
með því að brjóta vindinn og veita skjól fyrir hvassviðrinu með bílunum. Einnig voru
þeir með vistir í bílunum. Ingólfur Arnarson slóst í förina nálægt Þingvöllum og
hljóp góða stund með hópnum. Síðar bættust fleiri í fylgdarliðið eins og Gottskálk,
Sumarliði og Börkur og félagi hans. Stefán Örn og kona hans komu hjólandi frá
Nesjavöllum langleiðina að Írafossi og hjóluðu með til baka. Hlaupatími var um 8
klst.