Hlaupafrétt:

Ágúst Kvaran lauk 100 km hlaupi í Winschoten í Hollandi 12.9.´98 á tímanum
8.43´08´´, sem svarar til 5´13´´ per km eða 52´19´´  per 10 km jafnaðarhraða.
fyrstu 42,2 km var lokið á um 3.30´  og fyrstu 50 km á um 4.10´.

Á hlaupadaginn var talsverð rigning og ca 12oC hiti, en nánast logn.
Hlaupnir voru 10x10 km hringir innan bæjarmarka Winschoten.

"Winschoten 100 km" þetta árið var jafnframt  heimsmeistarakeppni öldunga
(40 ára og eldri) í 100 km og einnig fór fram 10x10 km boðhlaup. Þá fór
jafnframt fram (heimsmeistara)keppni landsliða.

10x10: ca 2000 tóku þátt í boðhlaupinu.

100 km SOLO: 176 voru skráðir til keppni í 100 km SOLO, þar af luku 142
keppni, þar af náðu 96 að ljúka hlaupinu fyrir 14 klst tímamörk, en eftir
það var tímatöku lokið og einungis skráð röð lúkningar. Sigurvegari í heild
var pólverji (A. Magier, M20) sem lauk hlaupinu á tæpum 7 klst (6.59´51´´)
(og hringaði undirritaðann einu sinni!). Heimsmeistari öldunga í
karlaflokki varð Steve Moore frá Bretlandi (7:05´11´´). Heimsmeistari
öldunga í kvennaflokki varð Eleanor Robinson frá Bretlandi, sem er
heimsmethafi í 1000 km hlaupi! Hún lauk 100 km hlauðini á tímanum
8.19´57´´, 51 árs gömul. Landslið Breta bar sigur úr bítum í 100 km SOLO.

Á.K. hafnaði í 35. sæti í heild og í 10. sæti í aldursflokknum M45.